

KNATTSPYRNA & ÆVINTÝRI
ÆFINGARFERÐ TIL VERONELLO
Við hjá Pursue Iceland bjóðum upp á sérsniðnar æfingaferðir til Veronello í Ítalíu, þar sem íþróttaaðstaða í hæsta gæðaflokki mætir fallegu umhverfi. Þetta er tilvalin ferð fyrir lið sem vilja sameina fótbolta, liðsheild og ógleymanlega upplifun.
Æfingarnar fara fram á Veronello Resort við Gardavatn




HÁPUNKTAR FERÐARINNAR
Æfingar
-
Frábærir grasvellir á hótelinu
Upplifanir
-
Stutt í skemmtileg svæði: Gardavatn, fallegar borgir og einstök menning Ítalíu
-
Ferðir í Gardaland, Caneva Aquapark og að Gardavatni
-
Hjólaferð við Gardavatn og borgarferð til Verona
-
Frábærir golfvellir á svæðinu
Matur
-
Allur matur innifalinn, ítölsk gæði og góð næring fyrir íþróttamenn
Gisting
-
Veronello Resort með frábærri aðstöðu, sundlaug og fallegu umhverfi
Samgöngur
-
Innifalið: Rútuferðir og aðrar nauðsynlegar samgöngur
Veronello Resort & Training Center
Veronello Resort & Training Center er einn fremsti æfingastaður á Ítalíu, staðsettur í fallegu umhverfi við Gardavatn. Þar sameinast fyrsta flokks fótboltaaðstaða og hótel með öllum helstu þægindum á sama stað.
Á svæðinu eru grasvellir í hæsta gæðaflokki sem liðin hafa einkarétt á meðan á dvöl stendur, auk hótels með sundlaug, og veitingastað þar sem næring íþróttamanna er í fyrirrúmi.
Veronello er fullkominn staður til að sameina æfingar, endurheimt og liðsheild í einstöku umhverfi.


Gardavatn
Empower
Growth
Gardavatn (Lago di Garda) er stærsta vatn Ítalíu og eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins. Vatnið er umlukið stórbrotnu landslagi þar sem Alpafjöllin mæta mjúkum hæðum með víngörðum og ólífutrjám.
Svæðið nýtur milds loftslags allt árið og er þekkt fyrir sjarmerandi bæi eins og Sirmione, Malcesine og Riva del Garda, sem státa af þröngum götum, sögulegum kastölum og líflegu mannlífi. Við vatnið er fjölbreytt afþreying í boði, allt frá siglingum, sundi og fjallgöngum til hjólreiða og heimsókna í Gardaland, einn stærsta skemmtigarð Ítalíu.
Að auki er svæðið frægt fyrir matarmenningu, með fyrsta flokks vín, ólífuolíu og hefðbundnum ítölskum réttum sem gera dvölina við Gardavatn að ógleymanlegri upplifun.
Caneva Aquapark
Caneva Aquapark er einn vinsælasti vatnagarður Ítalíu, staðsettur við hið fallega Gardavatn. Garðurinn býður upp á fjölbreytta afþreyingu, allt frá spennandi rennibrautum og bylgjulaugum til afslappandi svæða þar sem hægt er að njóta sólarinnar.
Caneva Aquapark er tilvalinn staður fyrir hópa og lið sem vilja blanda saman æfingum og skemmtilegri afþreyingu, og tryggir ógleymanlega upplifun í frábæru umhverfi við vatnið.


Gardaland
Gardaland er einn stærsti og vinsælasti skemmtigarður Ítalíu, staðsettur við Gardavatn. Garðurinn býður upp á spennandi rússíbana, fjölbreyttar skemmtanir og fjölskylduvæna afþreyingu fyrir alla aldurshópa.
Fullkominn viðbót við æfingaferðir til Veronello fyrir þá sem vilja blanda íþróttum við skemmtilega upplifun.
Verona
Verona er sögufræg borg í Norður-Ítalíu, þekkt fyrir rómverska amfíleikarann, miðaldahús og rómantísku andrúmsloftið sem tengist sögu Rómeó og Júlíu.
Borgin er um 20–25 km frá Veronello, eða um 25–30 mínútna akstur, og þar af leiðandi hin fullkomna dagsferð.
Hér er hægt að njóta menningar, sögu og góðrar ítalskrar matarupplifunar eftir æfingar eða ferðalög um svæðið.


FÁÐU TILBOÐ!
Fylltu út formið og við sendum á þig tilboð fyrir þitt lið


KNATTSPYRNA & ÆVINTÝRI
KNATTSPYRNUÆVINTÝRI ÍTALÍU MEÐ EMIL HALLFREÐS HELDUR ÁFRAM
„Ég og teymið mitt munum leggja áherslu á að hafa æfingarnar skemmtilegar en á sama tíma árangursríkar og krefjandi. Við munum fara vel yfir öll grunnatriði leiksins í jákvæðu, uppbyggjandi og öruggu ítölsku umhverfi. Ég vil að krakkarnir fái áskoranir við hæfi og upplifi allar þær mögnuðu tillfinningar sem fótboltinn færir okkur.“
Emil Hallfreðs landsliðs- og atvinnumaður til 20 ára.
Æfingarnar fara fram á Veronello Resort við Gardavatn


.png)

FÓTBOLTAFERÐIN ÞÍN BYRJAR HÉR
KNATTSPYRNUÆVINTÝRIÐ
-
Fyrir 13-15 ára (2010-2012) fótboltasnillinga sem elska fótbolta og vilja víkka sjóndeildarhringinn og prufa eitthvað nýtt
-
Frábær ítölsk knattspyrnuþjálfun í fallegu, öruggu, uppbyggjandi og skemmtilegu umhverfi í Veronello Resort við Gardvatn.
-
Þjálfarateymi frá Hellas Verona.
-
Yfirgripsmikil reynsla og þekking. 20 ára landsliðs og atvinnumannaferill á Ítalíu að baki.
-
Frábærar aðstæður til að æfa vel, bæta sig, sjá heiminn, njóta og hafa gaman innan vallar sem utan.
-
Tækni, sendingar, skot, spil, leikir, leikskilningur/taktík og margt annað skemmtilegt.
-
Skemmtiferðir í Gardaland og Caneva Aquapark og að Gardavatni.
-
26 pláss í boði í hverju ævintýri


„Við fengum heim jákvæðan strák sem gat ekki hætt að brosa. Þegar hann var búinn að melta þetta og lenda hér heima talaði hann ekki um annað. Þið munuð ætíð eiga stað í hjarta hans eftir að hafa blásið lífi í glæðurnar með fagmennsku, jákvæðni, gleði og samkennd.“
— HERDÍS PÁLMADÓTTIR
LESA MEIRA UM KNATTSPYRNUÆVINTÝRIÐ Á ÍTALÍU
Næsta sumar mun ég bjóða metnaðarfullum knattspyrnumönnum á aldrinum 13-15 ára (2010-2012) með mér í ógleymanlegt ítalskt fótboltaævintýri. Við munum dvelja og æfa við frábærar aðstæður í Veronello Resort við Gardavatn, en það er æfingasvæði þar sem lið allstaðar frá Evrópu koma saman og æfa, ekki síst á undirbúningstímabilinu.
Ég flýg út og verð með hópnum allan tímann, innan vallar sem utan og passa að allt fari rétt og vel fram. Með mér verða svo góðir ítalskir þjálfarar sem ég hef kynnst náið við störf mín hér ytra sl. 17 ár.
Til að ná árangri þarf að vera gaman og er því helsta markmið ferðarinnar að drengirnir hafi gaman og njóti þess að æfa vel og spila fótbolta í fallegu umhverfi og góðum félagsskap hvors annars og starfsliðsins.
Ég og teymið mitt munum leggja áherslu á að hafa æfingarnar skemmtilegar en á sama tíma árangursríkar. Við munum fara vel yfir öll grunnatriði leiksins í jákvæðu, uppbyggjandi og öruggu ítölsku umhverfi. Ég vil að strákarnir fái áskoranir við hæfi og upplifi allar þær mögnuðu og jákvæðu tilfinningar sem fótboltinn færir okkur.
Að sjálfsögðu verður líka markmannsþjálfari með okkur sem mun kynna nýjar tæknihugmyndir og koma aðra sýn á markmannsstöðuna, en eins og þekkt er eru ítalskir markmannsþjálfarar hátt skrifaðir innan fótboltaheimsins.
Þó aðalatriði ferðarinnar sé knattspyrna og allt sem að henni snýr að þá munum við líka heimsækja Gardaland og Caneva Aquapark sem eru skemmtigarðar á svæðinu sem/og skoða fegurðina við Gardavatn.
Ég hlakka til að taka vel á móti ykkur á mínum atvinnumanna og heimaslóðum. Njótum þess að spila og æfa fótbolta, sköpum góðar minningar og skemmtum okkur saman á Ítalíu.
Innifalið í verði:
-
Flug
-
Fullt fæði
-
Þjálfarar frá Hellas Verona & scout frá Hellas Verona
-
Æfingafatnaður/taska + þvottur alla daga
-
Skemmtiferðir í Gardaland og Caneva World
-
Borgaferð til Verona
-
Grillsveisla
-
Gisting á Veronello Resort og æfingasvæði
-
Emil Hallfreðsson fararstjóri & þjálfari
-
Allar rúturferðir á Ítalíu
-
Vatn á æfingum
-
Hjólaferð um Garda
-
Pizzuveisla
-
Fyrirlestrar og glaðningur


SKRÁÐU ÞIG NÚNA
SKRÁNING Á ABLER OG NÁNARI UPPLÝSINGAR Á
VERÐ: 390.000 KR.
(Innifalið farastjórn, flug, gisting, fullt fæði, æfingaaðstaða, þjálfun, vatn á æfingum, æfingafatnaður og þvottur, bolti, rútuferðir, Gardaland, Caneva Aquapark o.fl.)


„Ótrúlega góð upplifun, vel skipulagt, mjög uppbyggjandi. Frábært hvað þeir fengu góða þjálfun og skemmtun. Til fyrirmyndar í alla staði.“
— TANJA BJÖRK JÓNSDÓTTIR

SJÓN ER SÖGU RÍKARI
MYNDIR ÚR EH ACADEMY 2025 ÆFINGAFERÐINNI
Skoðaðu ógleymanlegar stundir frá EH Academy ferðinni Á Ítalíu.
FótboltI, vinátta og ævintýri með Emil Hallfreðssyni og þjálfurum Hellas Verona.
.png)
.png)
.png)
.png)


CONTACT US
SKRÁÐU ÞIG – TAKMÖRKUÐ PLÁSS Í BOÐI!
Vertu hluti af einstöku fótboltaævintýri með EH Academy 2026. Skráðu þig í dag til að tryggja þér pláss í æfingaferðinni með Emil Hallfreðssyni og þjálfarateymi Hellas Verona á Ítalíu. Þetta er fullkomið tækifæri fyrir unga leikmenn sem vilja bæta sig, öðlast alþjóðlega reynslu og skapa minningar sem endast ævilangt.
%201.png)