top of page
Screenshot 2025-09-09 at 12.55.21 PM.png
HORIZ_MAIN_0.25x 1.png

KNATTSPYRNA & ÆVINTÝRI

ÆFINGARFERÐ TIL VERONELLO

Við hjá Pursue Iceland bjóðum upp á sérsniðnar æfingaferðir til Veronello í Ítalíu, þar sem íþróttaaðstaða í hæsta gæðaflokki mætir fallegu umhverfi. Þetta er tilvalin ferð fyrir lið sem vilja sameina fótbolta, liðsheild og ógleymanlega upplifun.

Æfingarnar fara fram á Veronello Resort við Gardavatn

5.png
Screenshot 2025-09-09 at 12.29.29 PM.png

HÁPUNKTAR FERÐARINNAR

Æfingar

  • Frábærir grasvellir á hótelinu

Matur

  • Allur matur innifalinn, ítölsk gæði og góð næring fyrir íþróttamenn

Upplifanir

  • Stutt í skemmtileg svæði: Gardavatn, fallegar borgir og einstök menning Ítalíu

  • Ferðir í Gardaland, Caneva Aquapark og að Gardavatni

  • Hjólaferð við Gardavatn og borgarferð til Verona

  • Frábærir golfvellir á svæðinu

Gisting

  • Veronello Resort með frábærri aðstöðu, sundlaug og fallegu umhverfi

Samgöngur

  • Innifalið: Rútuferðir og aðrar nauðsynlegar samgöngur

Veronello Resort & Training Center

Veronello Resort & Training Center er einn fremsti æfingastaður á Ítalíu, staðsettur í fallegu umhverfi við Gardavatn. Þar sameinast fyrsta flokks fótboltaaðstaða og hótel með öllum helstu þægindum á sama stað.

Á svæðinu eru grasvellir í hæsta gæðaflokki sem liðin hafa einkarétt á meðan á dvöl stendur, auk hótels með sundlaug, og veitingastað þar sem næring íþróttamanna er í fyrirrúmi.

Veronello er fullkominn staður til að sameina æfingar, endurheimt og liðsheild í einstöku umhverfi.

Screenshot 2025-09-09 at 6.16.05 PM.png
Screenshot 2025-09-09 at 1.08.26 PM.png

Gardavatn

Empower
Growth

Gardavatn (Lago di Garda) er stærsta vatn Ítalíu og eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins. Vatnið er umlukið stórbrotnu landslagi þar sem Alpafjöllin mæta mjúkum hæðum með víngörðum og ólífutrjám.

Svæðið nýtur milds loftslags allt árið og er þekkt fyrir sjarmerandi bæi eins og Sirmione, Malcesine og Riva del Garda, sem státa af þröngum götum, sögulegum kastölum og líflegu mannlífi. Við vatnið er fjölbreytt afþreying í boði, allt frá siglingum, sundi og fjallgöngum til hjólreiða og heimsókna í Gardaland, einn stærsta skemmtigarð Ítalíu.

Að auki er svæðið frægt fyrir matarmenningu, með fyrsta flokks vín, ólífuolíu og hefðbundnum ítölskum réttum sem gera dvölina við Gardavatn að ógleymanlegri upplifun.

Caneva Aquapark

Caneva Aquapark er einn vinsælasti vatnagarður Ítalíu, staðsettur við hið fallega Gardavatn. Garðurinn býður upp á fjölbreytta afþreyingu, allt frá spennandi rennibrautum og bylgjulaugum til afslappandi svæða þar sem hægt er að njóta sólarinnar.

Caneva Aquapark er tilvalinn staður fyrir hópa og lið sem vilja blanda saman æfingum og skemmtilegri afþreyingu, og tryggir ógleymanlega upplifun í frábæru umhverfi við vatnið.

Screenshot 2025-09-09 at 2.43.51 PM.png
Screenshot 2025-09-09 at 3.08.53 PM.png
Gardaland

Gardaland er einn stærsti og vinsælasti skemmtigarður Ítalíu, staðsettur við Gardavatn. Garðurinn býður upp á spennandi rússíbana, fjölbreyttar skemmtanir og fjölskylduvæna afþreyingu fyrir alla aldurshópa.

Fullkominn viðbót við æfingaferðir til Veronello fyrir þá sem vilja blanda íþróttum við skemmtilega upplifun.

Verona

Verona er sögufræg borg í Norður-Ítalíu, þekkt fyrir rómverska amfíleikarann, miðaldahús og rómantísku andrúmsloftið sem tengist sögu Rómeó og Júlíu.

Borgin er um 20–25 km frá Veronello, eða um 25–30 mínútna akstur, og þar af leiðandi hin fullkomna dagsferð.

Hér er hægt að njóta menningar, sögu og góðrar ítalskrar matarupplifunar eftir æfingar eða ferðalög um svæðið.

Screenshot 2025-09-09 at 3.18.37 PM.png

FÁÐU TILBOÐ!

Fylltu út formið og við sendum á þig tilboð fyrir þitt lið

bottom of page